Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi F-listans segist í samtali við Vísi að Ólafur F Magnússon hafi hvorki ráðfært sig við hana eða aðra meðlimi listans áður en hann ákvað að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum.
„Ég bíð bara eftir fundinum á Kjarvalsstöðum á eftir,"sagði Margrét aðspurð vildi hún ekki tjá sig um hvort hún styddi nýja meirihlutann.
Eins og Vísir greindi fyrst frá allra miðla í dag þá féll meirihlutinn í borginni og Ólafur F myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.