Innlent

Björn Ingi lagði grunn að valdaleysi sínu með svikum við D-flokk

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

„Aldrei var nein samstaða innan þess hóps, sem myndaði meirihluta á rústum OR/REI fyrir 100 dögum og þar sem Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri. Hópurinn hefur ekki getað lagt fram málefnaskrá og lét reka á reiðanum í fjölda mála" skrifar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sína nú í kvöld í kjölfar nýs meirihluta í borgarstjórn.

„Framsóknarmenn hafa nú misst valdastöðu sína innan borgarstjórnar Reykjavíkur, en þar hafa þeir talið sig hafa tögl og hagldir síðan 1994. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði grunn að valdaleysi sínu með svikum við Sjálfstæðisflokksins vegna OR/REI. Hann situr nú undir hörðum árásum innan eigin flokks vegna fatakaupa á kostnað flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar," skrifar Björn.

„Í fréttum sjónvarps ríkisins var upplýst í kvöld, að þetta snerist um reikninga, sem nema um einni milljón króna. Björn Ingi sagðist í Kastljósi hafa keypt hluta af þessum fötum fyrir sjálfan sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×