Lífið

Bílstjóri Díönu var á perunni

Í rannsókn þeirri sem nú stendur yfir á dauða Díönu prinsesssu í París fyrir áratug síðan hefur komið í ljós að bílstjórinn Henri Paul hafði drukkið að minnsta kosti átta einfalda drykki, eða sem nemur einni flösku af rauðvíni, áður en ökuferð hans með prinsessuna og kærasta hennar Dodi Fayed hófst. Áður hefur því verið haldið fram að hann hefði aðeins drukkið tvo einfalda drykki. Rannsóknin er að tilstuðlan föður Dodis, Mohammed al Fayed sem ætíð hefur haldið því fram að Díana og Dodi hafi verið myrt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.