Innlent

Yfirvöld brugðust skjólstæðingum Byrgisins

Yfirvöld brugðust skjólstæðingum Byrgisins að mati framkvæmdarstjóra Geðhjálpar. Því vísar Landlæknir á bug og segir skýrslu teymis sem var falið að sinna skjólstæðingunum sýna annað. Skýrslan sjálf er hins vegar trúnaðarmál.

Mál Guðmundar Jónssonar í Byrginu kom upp í desember 2006 þegar fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um meinta fjármálaóreiðu Guðmundar og misnotkun hans á konum sem leituðu sér hjálpar í Byrginu. Málið vakti mikla athygli og öll spjót beindust að yfirvöldum sem árum saman höfðu styrkt Byrgið fjárhagslega. Áfallateymi var sett á laggirnar um tveimur mánuðum eftir að þátturinn var sýndur sem átti að koma til hjálpar þeim sem höfðu dvalið í Byrginu. Mæður þriggja kvenna sem Guðmundur braut gegn segja ekkert hafa verið gert

Í Kompási sem sýndur verður í kvöld er málið rifjað upp og skoðað hvernig yfirvöldum tiltókst. Í þættinum er meðal annars rætt við framkvæmdarstjóra Geðhjálpar. Kompás verður sýndur á Stöð 2 klukkan 21. 50 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×