Erlent

Gjald á auka handfarangur í flugi

Þetta verður dýrt spaug hjá United Airlines.
Þetta verður dýrt spaug hjá United Airlines.

Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að krefja farþega um aukagjald ef þeir hafa með sér meira en eina tösku í handfarangur. Gjaldið verður 25 dollarar á hvern aukahlut. Það eru um 1.627 krónur.

Vonast er til að þetta skili félaginu 100 milljónum dollara í aukatekjur á ári. Það er um sex og hálfur milljarður króna. Ekki verða allir farþegar þó settir undir sama hatt. Gjaldið verður aðeins tekin af þeim sem kaupa farmiða á almennu farrými innanlands og safna ekki ferðapunktum.

Gjaldskrá fyrir almennan aukafarangur verður einnig hækkaður verulega. Sem og gjaldskrá fyrir hluti sem þurfa sérmeðferð vegna stærðar eða brothættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×