Innlent

Ríkisstjórnin undir feldi

Geir H. Haarde forsætisráðherra liggur nú ásamt samstarfsfólki sínu í ríkisstjórninni og hugsar um mótframag til kjarasamninga.
Geir H. Haarde forsætisráðherra liggur nú ásamt samstarfsfólki sínu í ríkisstjórninni og hugsar um mótframag til kjarasamninga.
Ríkisstjórnin gæti þurft alla helgina til að móta framlag sitt til kjarasamninga, en aðilar vinnumarkaðarins vilja svör helst um hádegisbil á morgun, svo unnt sé að fara að skrifa undir. Forsætisráðherra segir að verið sé að tala um aðgerðir á sviði skattamála, þar með barnabætur, húsnæðisaðgerðir fyrir lágtekjufólk og starfsmenntamál.

Öll meginatriði nýrra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum liggja fyrir og Alþýðusambandsforystan mætti því í morgun til að heyra hvað ríkisstjórnin hefði til málanna að leggja. Verkalýðsforingjarnir leyndu hins vegar ekki vonbrigðum sínum eftir fundinn að fá engin svör enda hefðu ráðherrarnir haft kröfur hennar undir höndum frá því í byrjun desember. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu í Ráðherrabústaðinn þegar verkalýðsforingjarnir yfirgáfu húsið en hvor aðili átti um fimmtíu mínútna fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Kallað er á svör helst á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×