Innlent

Of fullur til að fljúga frá Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en sá svaf áfengissvefni í flugstöðinni.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að maðurinn hafi verið á leið úr landi en sú för verður að minnsta kosti að bíða til morguns því hann þarf að sofa úr sér ölvunina í fangaklefa. Auk þessa stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum einn mann í dag en hann ók bíl undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×