Innlent

Líklegt að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins fundi

Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins.

Búist er við að ríkisstjórnin spili út sínum tillögum í tengslum við kjarasamninga í dag og boði aðila vinnumarkaðarins til fundar. Hugnist þeim tillögurnar gæti farið svo að það takist að skrifa undir kjarasamninga áður en þessi dagur verður allur. Forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsakynnum Ríkissáttasemjara í allan gærdag og biðu eftir tillögum ríkisstjórnarinnar , en hún þurfti lengri tíma til að móta sínar tillögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×