Innlent

Engin ákvörðun um hvort þrennt verður ákært vegna flótta

Annþór komst undan með því að brjóta rúðu á þriðju hæð lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu
Annþór komst undan með því að brjóta rúðu á þriðju hæð lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu MYND/Vilhelm

Ekki hefur verið ákveðið hvort þrjár manneskjur sem handteknar voru í tengslum við flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu lögreglunnar á föstudag verði ákærðar.

Karlmaður og kona voru handtekin um miðjan dag á föstudag vegna gruns um að þau hefðu aðstoðað Annþór við flóttann en þau voru látin laus eftir yfirheyrslur. Þá var karlmaður handtekinn í húsinu í Mosfellsbæ þar sem Annþór hafði falið sig inni í skáp. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa hjá lögreglunni á Suðurnesjum, var honum einnig sleppt eftir yfirheyrslur.

Eyjólfur segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fólkið verði ákært og hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort fólkið hafi játað að hafa komið að málinu. Samkvæmt hegningarlögum varðar það sektum eða allt að eins árs fangelsi að aðstoða mann við að komast undan handtöku eða refsingu með því að fela hann, hjálpa honum til að flýja eða strjúka eða segja rangt til hver hann sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×