Innlent

Flugdólgurinn kvartaði yfir fiskilykt

Breki Logason skrifar
Vél Iceland Express var að koma frá Barcelona.
Vél Iceland Express var að koma frá Barcelona.

Íslenski flugdólgurinn sem handtekinn var í Skotlandi kvartaði sárann yfir fiskilykt sem var í vélinni. Farþegi sem var um borð segir hann einnig hafa sagst vilja sprengja vélina í loft upp. Dólgurinn var færður út í handjárnum.

Eftir frétt Vísis um íslenskan flugdólg sem var á leið með vél Iceland Express til Íslands frá Barcelona hafði annar farþegi samband. Sá segist hafa setið rétt fyrir framan flugdólginn sem hafi ekki verið með mikl læti á leiðinni.

Farþeginn segir flugdólginn hafa kvartað sárann yfir fiskilykt sem var í vélinni. „Þeir hafa líklega verið að flytja einhvern fisk því það var þónokkur fiskilykt í vélinni og hann var með einhvern skæting yfir því," segir farþeginn sem dottaði fljótlega eftir að vélin fór á loft.

Eftir um klukkustundarflug tilkynnti flugstjórinn að vélin þyrfti að millilenda í Prestwick í Skotlandi til þess að taka eldsneyti vegna mikils mótvinds. „Þá heyrist í manninum að ef hann væri með sprengju þá myndi hann sprengja vélina í loft upp," segir farþeginn sem telur ólíklegt að maðurinn hafi verið ölvaður.

Við lendinguna kom síðan lögreglan og færði manninn út í járnum. „Ég heyrði síðan að lögreglan sagði við flugþjóninn að maðurinn yrði færður fyrir rétt í dag þar sem ákvörðun yrði tekin um framhaldið."

Sjá einnig:

Íslenskur flugdólgur handtekinn í Skotlandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×