Fótbolti

Ronaldo verður boðinn nýr samningur

Nordic Photos / Getty Images

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segir ekkert því til fyrirstöðu að framherjanum Ronaldo verði boðinn nýr samningur hjá félaginu þrátt fyrir að hann eigi fyrir höndum 9 mánuði á hliðarlínunni vegna meiðsla.

Samningur hins 31 árs gamla markaskorara rennur út í lok leiktíðar, en margir eru efins um að Brasilíumaðurinn muni ná sér á strik aftur eftir meiðslin þar sem hann hefur átt í baráttu við þrálát meiðsli lengst af á ferlinum.

Berlusconi hefur þó trú á Ronaldo og er tilbúinn að framlengja við hann. "Ég held að Ronaldo verði áfram hjá okkur og hann getur orðið lykilmaður í liðinu ef honum sýnist svo. Hann hefur áður meiðst og náð að koma til baka og svo er hann bara 31 árs gamall. Paolo Maldini er enn að spila fyrir okkur og hann er fertugur. Ég held að Ronaldo snúi aftur og það yrðu gleðitíðindi fyrir Milan ef hann gerði það," sagði forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×