Roma sópaði Real út úr Meistaradeildinni 5. mars 2008 21:37 Rómverjar unnu frækinn sigur í Madríd í kvöld Nordic Photos / Getty Images Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Roma vann fyrri leikinn gegn Real Madrid 2-1 í Róm og því nægði liðinu jafntefli á Bernabeu í kvöld. Rómverjar voru mjög grimmir og skipulagðir í leiknum í kvöld en hvorugu liðinu tókst að skora fyrr en Taddei kom gestunum yfir með glæsilegu skallamarki á 73. mínútu - en tveimur mínútum áður hafði Pepe verið vikið af leikvelli í liði Madrid. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og náðu að jafna skömmu síðar þegar markamaskínan Raul jafnaði á 75. mínútu. Real þurfti að skora annað mark og lagði allt kapp á sóknina, en það var svo Vucinic sem tryggði Roma 2-1 sigur með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Glæsilegur sigur hjá Rómverjum sem voru niðurlægðir af Manchester United í keppninni í fyrra. Chelsea vann tiltölulega auðveldan sigur á Olympiakos á heimavelli sínum í kvöld þar sem Michael Ballack braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur. Tuttugu mínútum síðar bætti Frank Lampard við marki fyrir Chelsea og ljóst að liðið færi áfram í keppninni. Salomon Kalou bætti við þriðja og síðasta markinu á þriðju mínútu síðari hálfleiks og Chelsea kláraði formsatriðið með stæl. Leikur Schalke og Porto fór í framlengingu eftir að heimamenn höfðu yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Það var Lisandro sem skoraði fyrir Porto á 86. mínútu og tryggði framlenginguna, en Porto menn voru manni færri frá 82. mínútu þegar Fucile var vikiði af velli. Taugar Þjóðverjanna héldu svo betur í vítakeppninni eins og svo oft áður, en markvörður Schalke, Manuel Neuer, var hetja liðsins og varði tvö víti frá Portúgölunum á meðan félagar hans skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum. Chelsea, Roma og Schalke eru því komin áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Arsenal, Manchester United, Fenerbahce og Barcelona, en Liverpool og Inter eiga eftir að leika síðari leik sinn sem verður á dagskrá þann 11. mars.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira