Portúgalinn Fernando Meira skoraði sigurmark Stuttgart sem vann Energie Cottbus 1-0 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta var eini leikur kvöldsins í deildinni en markið kom á 30. mínútu.
Stuttgart hefur unnið fjóra leiki í röð og er í sjötta sæti deildarinnar með 37 stig Cottbus er í neðsta sætinu.
Bayern München hefur sjö stiga forystu í deildinni.