Fótbolti

Queiroz: Roma er miklu betra núna

NordcPhotos/GettyImages

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, segir að liði Roma hafi farið mikið fram síðan liðin áttust við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr á leiktíðinni.

United og Roma eru ekki óvön því að mætast á knattspyrnuvellinum því þau mættust líka í keppninni í fyrra þar sem United vann síðari leik liðanna á Old Trafford með sjö mörkum gegn einu.

Queiroz fagnar því að hafa fengið mótherja af meginlandinu í drættinum í hádeginu og á von á frábæru andrúmslofti á Old Trafford.

"Við þekkjum lið Roma mjög vel eftir að hafa mætt þeim fyrr á tímabilinu, en það er veikleiki um leið því það þýðir að þeir þekkja okkur líka vel. Þetta verða eflaust erfiðir leikir en við vitum að við getum lagt Roma. Við vitum samt að Roma hefur bætt sig helling síðan við mættum þeim síðast," sagði Queiroz.

"Í mínum huga er þetta fyrst og fremst góður dráttur af því við fáum lið fa meginlandinu og fyrir vikið verður stemmingin mikið betri en ef við hefðum mætt liði frá Englandi. Ef við færum svo áfram gætum við lent á móti liði eins og Barcelona og það eru slíkir leikir sem eru það sem þessi Meistaradeild snýst um," sagði Queiroz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×