Golf

Vijay Singh með tveggja högga forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vijay Singh horfir eftir höggi í dag.
Vijay Singh horfir eftir höggi í dag. Nordic Photos / Getty Images
Vijay Singh er með forystu á Arnold Palmer-mótinu í Orlando á Flórída en Tiger Woods er sjö höggum á eftir.

Singh og Svíinn Carl Pettersson léku báðir á 65 höggum í dag en Singh er samtals á níu höggum undir pari og Pettersson á sjö höggum undir pari.

Lee Westwood frá Englandi og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og Jim Furyk koma næstir á sex höggum undir pari.

Tiger Woods lék betur í dag heldur en í gær er hann lék á 70 höggum, pari vallarins. Hann lék á tveimur höggum undir pari í dag og er í 20.-28. sæti.

Fred Couples var með forystu eftir fyrsta keppnisdag ásamt JJ Henry en gekk illa í dag. Hann lék á 73 höggum og er á tveimur höggum undir pari, rétt eins og Tiger.

Henry gekk aðeins betur en hann lék á 70 höggum í dag og er á samtals fimm höggum undir pari ásamt þeim Tom Lehman og Vaughn Taylor í 6.-9. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×