Viðskipti erlent

JP Morgan útvegar Bear Stearns neyðarfjármagn

John H. Slade svarar spurningum fréttamanna í gær. Hann komst lífs af úr útrýmingarbúðum Nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hann er fyrrverandi verðbréfamiðlari og framkvæmdastjóri alþjóðadeildar bankans og á heiðurssæti í stjórn fyrirtækisins.
John H. Slade svarar spurningum fréttamanna í gær. Hann komst lífs af úr útrýmingarbúðum Nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hann er fyrrverandi verðbréfamiðlari og framkvæmdastjóri alþjóðadeildar bankans og á heiðurssæti í stjórn fyrirtækisins. MYND/AFP

Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarfjármagn til að reyna að forða bankanum frá gjaldþroti samkvæmt heimildum erlendra miðla. JP Morgan Chase mun útvega fjármagnið í 28 daga og nýtur stuðnings varasjóðs New York ríkis. JP Morgan er einnig að reyna að fá langtímafjármagn fyrir bankann.

Vandamál Bear Stearns eru aðallega tilkomin vegna lánsfjárkreppu á alþjóðlegum markaði og vaxandi áhyggna af því að lánadrottnar eigi einnig í fjármögnunarvanda.

Bankinn er fimmti stærsti fjárfestingabanki á Wall Street og hefur verið í miðju lánsfjárkrísunnar. Nýlega jukust sögusagnir þess efnis að bankinn ætti í ströggli við að fjármagna daglegan rekstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×