Fótbolti

Emil lék í jafnteflisleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil í baráttu við Luis Figo, leikmann Inter, fyrr í vetur.
Emil í baráttu við Luis Figo, leikmann Inter, fyrr í vetur. Nordic Photos / AFP
Reggina gerði í dag 1-1 jafntefli við Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina.

Hann var reyndar tekinn af velli á 65. mínútu en tíu mínútum síðast komst Napoli yfir með marki Roberto Sosa.

Franco Brienza jafnaði þó metin á lokamínútu leiksins og bjargaði því stigi fyrir Reggina sem er þó enn í fallsæti.

Liðið er í átjánda sæti en vantar aðeins tvö stig til að komast upp í fimmtánda sæti. Fallbaráttan er spennandi því aðeins fjögur stig skilja að neðstu sex liðin.

Roma hélt pressu á Inter með sigri á Empoli í dag, 2-1. Max Tonetto kom Roma yfir í fyrri hálfleik en Sebastian Giovinco jafnaði metin á 50. mínútu. Christian Panucci tryggði Rómverjum svo sigurinn skömmu síðar.

Simone Perotta fékk að líta beint rautt spjald í leiknum í dag en það kom ekki að sök.

Roma er nú fjórum stigum á eftir Inter sem á leik til góða gegn Juventus klukkan 19.30 í kvöld.

Úrslit annarra leikja í dag:

Atalanta - Catania 0-0

Fiorentina - Lazio 1-0

Palermo - Genoa 2-3

Sampdoria - Cagliari 1-1

Siena - Parma 2-0

Torino - AC Milan 0-1

Udinese - Livorno 2-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×