Fótbolti

Maldini kæmist ekki í lið í MLS

Ruud Gullit skefur ekki af því
Ruud Gullit skefur ekki af því NordcPhotos/GettyImages

Ruud Gullit hefur skotið föstum skotum að fyrrum liði sínu AC Milan á Ítalíu og segir það orðið allt of gamalt. Hann segir fyrirliða þess og fyrrum félaga sinn Paolo Maldini svo gamlan að hann kæmist ekki einu sinni í lið í Bandaríkjunum.

Gullit var partur af gullaldarliði Milan á níunda og tíunda áratugnum sem almennt er talið eitt besta félagslið allra tíma. Gullit er nú framkvæmdastjóri hjá David Beckham og félögum í LA Galaxy í Los Angeles.

"Milan er gamalt lið í dag og menn verða að fara að gera breytingar þar á bæ," sagði Gullit í samtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu. "Það kom mér alls ekki á óvart að sjá liðið slegið út úr Meistaradeildinni og Milan hefur alls ekki verið að spila vel," sagði Gullit og lét vaða á goðsögnina Paolo Maldini í leiðinni.

"Maldini er fertugur og er orðinn of gamall til að spila, meira að segja hérna í Bandaríkjunum. Ég mundi frekar taka Gattuso með mér hingað til Bandaríkjanna," sagði Gullit.

Hann segir ítalska boltann líka eiga undir högg að sækja. "Inter er í mínum huga allt of hægfara lið og allt of fyrirsjáanlegt. Ítalski boltinn virðist vera spilaður á hálfum hraða þessa dagana," sagði Gullit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×