Fótbolti

Bojan yngsti markaskorarinn í útsláttarkeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bojan Krkic fagnar marki sínu í kvöld.
Bojan Krkic fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Bojan Krkic varð í kvöld yngsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu frá upphafi í leikjum í útsláttarkeppninni.

Hann skoraði eina mark leiks Schalke og Barcelona sem síðarnefnda liðið vann, 1-0.

Krkic er sautján ára og 217 daga gamall og bætti met Obafemi Martins er hann skoraði mark Inter í undanúrslitaleik gegn AC Milan árið 2003.

Yngsti markaskorarinn í öllum leikjum Meistaradeildarinnar er Peter Ofori-Quaye frá Gana sem skoraði eina mark Olympiakos í 5-1 tapleik gegn Rosenborg árið 1997.

Cesc Fabregas og Krkic deila öðru sætinu á þessum lista en Fabregas var jafn gamall og Krkic þegar hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í desember árið 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×