Fótbolti

Geir á Stamford Bridge

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Fenerbahce sem fram fer á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge.

Leikurinn er seinni viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fyrri leik liðanna lauk með sigri tyrkneska liðsins, 2-1 og ljóst að baráttan verður hörð í þessum seinni leik.

Dómarar leiksins koma frá Þýskalandi og er það píanóleikarinn, Herbert Fandel, sem dæmir leikinn.

Hann dæmdi einmitt úrslitaleik AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili sem og úrslitaleik Sevilla og Middlesbrough í úrslitum UEFA bikarsins árið 2006.

Af vefsíðu KSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×