Golf

Woods setur stefnuna á að vinna öll stórmótin

AFP

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Masters mótið sem hefst á morgun, en vinni hann sigur á mótinu verður hann fyrsti kylfingurinn í sögunni til að vinna öll fjögur risamótin á sama tímabilinu.

Woods hefur verið í frábæru formi á tímabilinu til þessa og hefur unnið sjö af síðustu níu mótum sínum og er eðlilega talinn langlíklegastur til að vinna mótið að mati veðbanka.

"Ég held að þetta sé 12. eða 13. mótaröðin mín og ég hef unnið sigur á fimm eða fleiri mótum á níu af þessum mótaröðum. Þetta er bara spurning um að vinna réttu fjögur mótin. Ég hef unnið stórmótin fjögur í röð áður," sagði Woods og vísaði þar í sigurgöngu sína um aldamótin.

Þá vann hann Opna breska, opna bandaríska, PGA mótaröðina árið 2000 og Masters-mótið árið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×