Fótbolti

Erfitt að kyngja vítinu

NordcPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Kolo Toure hjá Arsenal segist eiga erfitt með að kyngja því að á hann hafi verið dæmd vítaspyrna í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool vann leikinn 4-2 og tryggði sér sæti í undanúrslitum.

Arsenal jafnaði leikinn í 2-2 þegar skammt var til leiksloka og var með pálmann í höndunum. Aðeins augnabliki eftir að Emmanuel Adebayor jafnaði fyrir Arsenal eftir stórkostlegan undirbúning Theo Walcott, var Liverpool búið að fá umdeilda vítaspyrnu sem dæmd var á Toure fyrir brot á Ryan Babel.

"Við komumst aftur inn í leikinn en það var rosalega erfitt að kyngja þessum vítaspyrnudómi. Dómarinn dæmdi víti á mig en ég reyndi eins og ég gat að forðast snertingu við Babel. Það má vera að Cesc Fabregas hafi komið við höndina á honum, en það var utan teigs hvort sem er. Svona er þetta bara í boltanum -dómarinn dæmir víti og hvað getur maður gert. Nú verðum við bara að einbeita okkur að deildinni," sagði Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×