Fótbolti

Garðar besti Íslendingurinn í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson, leikmaður Norrköping.
Garðar Gunnlaugsson, leikmaður Norrköping. Mynd/Sænska knattspyrnusambandið
Þó svo að Norrköping sé á botni sænsku úrvalsdeildarinnar er Garðar Gunnlaugsson, leikmaður liðsins, besti íslenski leikmaður deildarinnar að mati Aftonbladet.

Þó vekur enn meiri athygli að einn allra besti leikmaður deildarinnar í fyrra, Ragnar Sigurðsson, þykir ekki hafa staðið sig eins vel og í fyrra. Hann er meðal neðstu manna í einkunnagjöfinni með 1,8 í meðaleinkunn. Garðar er með 2,6 í meðaleinkunn.

Næstbestir eru Ari Freyr Skúlason, Sundsvall, og Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg með 2,5 í einkunn. Ólafur Ingi hefur þó aðeins fengið einkunn fyrir þrjá leiki þar sem hann meiddist illa í upphafi tímabilsins.

Einkunnir Íslendinganna hjá Aftonbladet:

Garðar Gunnlaugsson, Norrköping 2,6

Ari Freyr Skúlason, Sundsvall 2,5

Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg 2,5

Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg 2,4

Sverrir Garðarsson, Sundsvall 2,2

Eyjólfur Héðinsson, GAIS 1,9

Hannes Þ. Sigurðsson, Sundsvall 1,9

Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg 1,9

Jóhann B. Guðmundsson, GAIS 1,8

Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg 1,8

Gunnar Þór Gunnarsson, Norrköping 1,7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×