Enski boltinn

Sir Alex: Ekki sjálfsagt að ná sigri hér

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.

Manchester United er komið með fjögur stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann 1-0 útisigur gegn Portsmouth í kvöld en Sir Alex Ferguson var ánægður með sína menn.

„Á köflum lékum við hreint frábæran fótbolta í kvöld. Þetta er erfiður útivöllur og alls ekki sjálfsagt mál að koma hingað og sækja þrjú stig," sagði Ferguson.

„Við lögðum upp með að ná því besta úr öllum leikmönnum. Anderson var á miðjunni, nálægt Carlos Tevez. Við létum Paul Scholes stjórna spilinu og nýttum okkur vinnusemi Darren Fletcher," sagði Ferguson en Fletcher skoraði eina mark leiksins.

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, var sáttur við spilamennsku sinna manna. „Það var jafnræði með liðunum fyrir markið. Eftir það náðu þeir völdunum en mínir menn lögðu sig alla fram. Ég get ekki beðið um meira frá þeim," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×