Íslenski boltinn

Veigar Páll og Heiðar í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Nordic Photos / Getty Images

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti í hádeginu landsliðshópinn sem mætir Noregi og Skotlandi í undankeppni HM 2010.

Helst vekur athygli að Heiðar Helguson, leikmaður Bolton, er valinn í landsliðið á nýjan leik en hann hætti að gefa kost á sér fyrir nokkru síðan.

„Ég hringdi í Heiðar fyrir um einum og hálfum mánuði síðan og bað hann um að endurskoða ákvörðun sína um að gefa kost á sér. Við töluðumst svo við í þessari viku þar sem hann ákvað að gefa kost á sér á nýjan leik,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi KSÍ í dag.

„Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Smárason voru valdir fyrir síðasta leik en ég ákvað að gefa þeim kost á að spila með U-21 landsliðinu í staðinn sem á leik á svipuðum tíma,“ bætti hann við.

Þá hefur mikil umræða verið í Noregi um Veigar Pál Gunnarsson en hann er valinn að þessu sinni.

Viðtal við Ólaf birtist hér á Vísi síðar í dag.

Hópurinn:

Markverðir:

Kjartan Sturluson

Stefán Logi Magnússon

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson

Indriði Sigurðsson

Kristján Örn Sigurðsson

Grétar Rafn Steinsson

Ragnar Sigurðsson

Birkir Már Sævarsson

Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðjumenn:

Stefán Gíslason

Emil Hallfreðsson

Ólafur Ingi Skúlason

Pálmi Rafn Pálmason

Theodór Elmar Bjarnason

Davíð Þór Viðarsson

Aron Einar Gunnarsson

Hólmar Örn Rúnarsson

Sóknarmenn:

Eiður Smári Guðjohnsen

Heiðar Helguson

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Veigar Páll Gunnarsson

Stefán Þór Þórðarson








Fleiri fréttir

Sjá meira


×