Nokkur félög á Spáni hafa áhuga á Jermaine Pennant, vængmanni Liverpool samkvæmt heimildum Sky.
Samningur þessa 25 ára leikmanns rennur út næsta sumar og hann má hefja viðræður við erlend lið í janúar.
Pennant hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili en hann hefur aðeins leikið fjóra leiki.
Hann hefur einnig verið orðaður við Blackburn, Newcastle, Portsmouth og Celtic á Bretlandseyjum.