Erlent

Vilja setja takmörk á akstur ungmenna

Óli Tynes skrifar
Tré hafa kostað margan ökumanninn lífið.
Tré hafa kostað margan ökumanninn lífið.

Þrjú ungmenni létu lífið í bílslysi í Noregi í gær. Þau keyrðu á ofsahraða á tré. Áreksturinn var svo harður að tréð endaði inni í miðju bílflakinu. Þau sem létu lífið var tvítugur piltur sem ók bílnum og tvær systur 16 og átján ára.

Norsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tíðum slysum og hraðakstri ungra ökumanna og hafa undirbúið nýja löggjöf þar sem lagðar verða hömlur á akstur þeirra.

Ef þetta nær fram að ganga verður ungmennum bannað að aka um helgar og eftir myrkur. Þeim verður bannað að aka á hraðbrautum. Fjöldi farþega í bílum þeirra verður takmarkaður. Tekið verður upp refsipunktakerfi sem takmarkar akstur þeirra enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×