Fótbolti

Brann komst í 3-1 en tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann.
Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann.
Kristján Örn Sigurðsson skoraði eitt marka Brann er liðið tapaði 4-3 fyrir Molde á heimavelli eftir að hafa komist 3-1 yfir.

Kristján Örn var í byrjunarliði Brann sem og Gylfi Einarsson. Ólafur Örn Bjarnason kom inn á sem varamaður á 83. mínútu en Ármann Smári Björnsson sat allan tímann á varamannabekk liðsins. Ármann hefur átt við meiðsli að stríða en er nú óðum að ná sér á strik.

Kristján Örn skoraði fyrsta mark Brann á 21. mínútu og jafnaði þar með metin í 1-1. Brann koomst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks en þá skoraði Molde þrjú mörk í röð en sigurmarkið kom á 86. mínútu.

Fimm leikir eru í norsku úrvalsdeildinni í dag og getur Stabæk náð sjö stiga forystu í deildinni með því að vinna Fredrikstad á útivelli.

Sem stendur er Stabæk á toppi deildarinnar með 20 stig og Fredrikstad í öðru sæti með sextán stig. Bodö/Glimt er í þriðja sæti með fjórtán stig, rétt eins og Brann en öll þessi lið eru með íslenska leikmenn í sínum röðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×