Dauf viðbrögð á ögurstundu Guðni Ágústsson skrifar 27. október 2008 00:01 Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun