Dansandi aftur á svið 8. nóvember 2008 06:00 Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valinn besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu.Mynd Íd Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Áhugamönnum um dans gefst um helgina í Borgarleikhúsinu tækifæri á að sjá Dans-anda, vinsæla og verðlaunaða sýningu sem var á fjölunum í fyrra. Dans-andi er yfirskrift yfir tvö frábær en gjörólík verk eftir tvo af mest spennandi danshöfundum Norðurlanda, Jo Strömgren og Alexander Ekman. Í Kvart eftir Jo Strömgren, konung dansleikhússins, dansa dansararnir hvor fyrir annan. Ákafur og fagur dans við magnaða tónlist eftir finnska tónskáldið Kimmo Pohjonen sem hefur meðal annars unnið með Sigur Rós og Múm. Búningar eru eftir Steinunni Sigurðardóttir, einn fremsta fatahönnuð okkar. Höfundur Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valinn besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu. Hitt verkið er Endastöð eftir Alexander Ekman en ef Strömgren er kóngurinn í norrænu dansleikhúsi þá er Ekman krónprinsinn. Í Endastöð fer saman látbragð og dans þar sem við fylgjumst með hópi gamalmenna í leit þeirra að æskunni. Verkið er leikrænt, létt, fyndið og rómantískt. Sýningin fékk í alla staði frábæra dóma og það komust færri að en vildu. Hér í blaðinu fékk hún þessi ummæli: „Flott sýning og skemmtileg". - „Þessa sýningu gæti ég vel hugsað mér að sjá aftur". Fólki gefst því nú annað tækifæri að sjá þessa skemmtilegu sýningu. pbb@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Um helgina hefjast sýningar í Borgarleikhúsinu á nóvemberverkum Íslenska dansflokksins og verða sýningar á þeim næstu sunnudaga. Áhugamönnum um dans gefst um helgina í Borgarleikhúsinu tækifæri á að sjá Dans-anda, vinsæla og verðlaunaða sýningu sem var á fjölunum í fyrra. Dans-andi er yfirskrift yfir tvö frábær en gjörólík verk eftir tvo af mest spennandi danshöfundum Norðurlanda, Jo Strömgren og Alexander Ekman. Í Kvart eftir Jo Strömgren, konung dansleikhússins, dansa dansararnir hvor fyrir annan. Ákafur og fagur dans við magnaða tónlist eftir finnska tónskáldið Kimmo Pohjonen sem hefur meðal annars unnið með Sigur Rós og Múm. Búningar eru eftir Steinunni Sigurðardóttir, einn fremsta fatahönnuð okkar. Höfundur Kvart Jo Strömgren hlaut Grímuverðlaunin 2008 sem besti danshöfundurinn fyrir Kvart og Emilía Gísladóttir var valinn besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu. Hitt verkið er Endastöð eftir Alexander Ekman en ef Strömgren er kóngurinn í norrænu dansleikhúsi þá er Ekman krónprinsinn. Í Endastöð fer saman látbragð og dans þar sem við fylgjumst með hópi gamalmenna í leit þeirra að æskunni. Verkið er leikrænt, létt, fyndið og rómantískt. Sýningin fékk í alla staði frábæra dóma og það komust færri að en vildu. Hér í blaðinu fékk hún þessi ummæli: „Flott sýning og skemmtileg". - „Þessa sýningu gæti ég vel hugsað mér að sjá aftur". Fólki gefst því nú annað tækifæri að sjá þessa skemmtilegu sýningu. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira