Innlent

Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála

MYND/Rósa

Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil.

Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns er björninn nú nokkur hundruð metra frá bænum, í æðarvarpinu. Hann mun aðeins hafa verið á vappi áðan en er nú rólegur.

Lögregla hefur lokað af svæðið en að sögn Stefáns eru aðstæður að nokkru leyti öruggari en þegar ísbjörn uppgötvaðist á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróks fyrir skemmstu. Til að mynda er engin þoka á Skaga og Stefán segir enga bráða hættu á ferð.


Tengdar fréttir

Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu

Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun.

Flókið að fanga ísbjörninn

Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×