Þriðji sigur Massa í röð í Tyrklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 13:50 Felipe Massa ók til sigurs í dag. Nordic Photos / Getty Images Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira