Erlent

Lífslíkur HIV-smitaðra hafa aukist um 13 ár

Lífslíkur þeirra sem smitaðir eru af HIV-veirunni hafa aukist um 13 ár frá því á miðjum síðasta áratug. Þetta er einkum nýjum lyfjum gegn sjúkdóminum að þakka.

Í nýrri rannsókn sem háskólinn í Bristol stóð fyrir og náði til 43.000 sjúklinga sem smitaðir eru af HIV-veirunni kom í ljós að sá sem sýkist af veirunni um tvítugsaldurinn getur átt von á að lifa þar til hann verður tæplega fimmtugur. Fyrir komu hinna nýju lyfja á markaðinn átti slíkur sjúklingur ekki von á að lifa 36 ára afmælisdag sinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×