Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. ágúst 2008 14:24 Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður. Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að sex mánaða nálgunarbann manns, sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, yrði framlengt um þrjá mánuði. Hæstiréttur hafnaði því í gær. Hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson telja að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn muni brjóta gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. ,,Jón Steinar er með alveg sérstök viðhorf í þessum málum. Ég held að dómarar og aðrir þurfi að fara í sjálfboðavinnu í viku á neyðarmóttöku Borgarspítalans, Kvennaathvarfinu og Stígamótum til að augu þeirra opnist," segir Atli. Skammast sín Ákærði beitti sambýliskonu sína ofbeldi og sýna myndir og myndbönd merki um miklar barsmíðar. Maðurinn fékk ókunnuga karlmenn til að eiga samræði við sambýliskonu sína gegn vilja hennar. Ákærði myndaði kynferðislegar athafnir mannanna með konunni. Ofbeldið átti sér stað á árunum 2005 til 2007. ,,Ég skammast mín. Almennt séð en ekki sérstaklega út af þessum dómi sérstaklega. Dómurinn í gær er en ein staðfestingin á því að réttarvörslukerfið bregst ekki við kynbundu ofbeldi og heimilisofbeldi sem karla beita konur," segir Atli. Jón Steinar var á móti fyrra nálgunarbanninu Athygli vekur að Jón Steinar var mótfallinn í febrúar að maðurinn yrði úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann. Engu að síður staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbannið með atkvæðum Hjördísar Hákonardóttir og Páls Hreinssonar. Jón Steinar skilaði sératkvæði. ,,Eðli hinna ætluðu brota er með þeim hætti að ekki er sjáanleg hætta á að varnaraðili haldi þeim áfram eftir að sambúðinni er lokið," sagði Jón Steinar í sératkvæði sínu. Í febrúar voru sjónarmið Jóns í minnihluta. Því var öfugt farið í gær þegar að Páll Hreinsson skilaði sératkvæði en hann var fylgjandi því að nálgunarbannið yrði framlengt. Samkvæmt upplýsingum Vísir er það oftast nær þannig að sömu þrír hæstaréttar dómararnir fjalli um sama málið þegar héraðsdómum um nálgunarbann og gæsluvarðaheld er skotið til Hæstaréttar. Það er gert til að koma í veg fyrir vanhæfni dómara endi viðkomandi dómsmál á borði Hæstaréttar. Þetta mun einnig vera gert til að spara tíma sem það tekur fyrir viðkomandi dómara að setja sig sinni í mál. Hæstiréttur er í sumarfríi og fjallar nú aðeins um gæsluvarðhaldsúrskurði og lögræðissviptingar sem upp koma. Áfrýjunarmál verður ekki flutt fyrir réttinum fyrr en í byrjun september. Í gær voru Jón Steinar, Ólafur Börkur og Páll kallaðir til að úrskurða um nálgunarbannið og fjóra gæsluvarðahaldsúrskurði. Hjördís mun hafa verið í fríi.- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann - Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira