Fótbolti

Steaua fær að taka þátt í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Arsenal og Steaua Búkarest í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.
Úr leik Arsenal og Steaua Búkarest í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Steaua Búkarest fær að taka þátt í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafa verið sakaðir um mútur.

UEFA sagði að félagið ætti að fá keppnisleyfi í Meistaradeildinni þar sem engin niðurstaða hefur fengist í málið í Rímeníu.

Hins vegar gæti verið að þessi afstaða verði endurskoðuð þegar að knattspyrnusamband Rúmeníu úrskurðar endanlega í málinu.

Sambandið hefur þó þegar tekið sjö stig af liðinu eftir að upp komst um málið. Þrátt fyrir það náði félagið öðru sæti úrvalsdeildarinnar í Rúmeníu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni.

Eigandi félagsins, Gigi Becali, hefur verið sakaður um að bjóða forseta annars félags, Universitatea Cluj, og leikmönnum þess 1,7 milljónir evra fyrir að koma í veg fyrir að CFR Cluj ynni sinn leik í lokaumferð deildarinnar í síðasta mánuði.

Steaua átti þá í harðri baráttu við CFR Cluj um efsta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×