Capacent kaupir sænskt ráðgjafarfyrirtæki 4. september 2008 00:01 Skúli Gunnsteinsson og Hrannar Hólm (lengst til vinstri) frá Capacent International, ásamt eigendum Capto eftir að skrifað hafði verið undir kaupsamninginn. Markaðurinn/capacent Capacent hefur gengið frá samningi um kaup á meirihluta í sænska félaginu Capto Financial Consulting. Höfuðstöðvar Capto eru í Stokkhólmi, en félagið, sem hefur 60 starfsmenn, er einnig með skrifstofu í Helsinki og útstöðvar í Kaupmannahöfn og Ósló. Capto verður um skeið rekið undir núverandi nafni, en innan fárra mánaða verður nafninu breytt í Capacent. Kaupverðið er trúnaðarmál. Skúli Gunnsteinsson, forstjóri Capacent samstæðunnar, segir að með þessu hafi markmiði félagsins um öll Norðurlöndin í raun verið náð. Þetta er sjöunda félagið sem Capacent kaupir á Norðurlöndunum á tæplega þriggja ára skeiði, en það fyrsta utan Danmerkur. Eftir kaupin munu starfsmenn Capacent samstæðunnar verða um 500, þar af 320 í Danmörku, 120 á Íslandi, 50 í Svíþjóð og 10 í Finnlandi. Heilarveltan er áætluð rúmir sjö og hálfur milljarður króna. Eftir viðbótina verða 75 prósent rekstratekna Capacent í Danmörku og Svíþjóð, en forsvarsmenn félagsins segja að með þessari viðbót sé Capacent „tvímælalaust komið í röð stærri ráðgjafarfyrirtækja á Norðurlöndum.“ Skúli segir forsendur þessarar útrásar góða afkomu Capacent í Danmörku og trausta eiginfjárstöðu, en fyrr í ár keyptu Jón Diðrik Jónsson og Róbert Wessmann hluti í Capacent. Í fréttatilkynningu frá Capacenet segir að Capto hafi vaxið hægt en stöðugt og ávallt sýnt góða afkomu. Hjá Capto starfa nú 60 manns, en ráðgert er að fjölga þeim fyrir árslok.- msh Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Capacent hefur gengið frá samningi um kaup á meirihluta í sænska félaginu Capto Financial Consulting. Höfuðstöðvar Capto eru í Stokkhólmi, en félagið, sem hefur 60 starfsmenn, er einnig með skrifstofu í Helsinki og útstöðvar í Kaupmannahöfn og Ósló. Capto verður um skeið rekið undir núverandi nafni, en innan fárra mánaða verður nafninu breytt í Capacent. Kaupverðið er trúnaðarmál. Skúli Gunnsteinsson, forstjóri Capacent samstæðunnar, segir að með þessu hafi markmiði félagsins um öll Norðurlöndin í raun verið náð. Þetta er sjöunda félagið sem Capacent kaupir á Norðurlöndunum á tæplega þriggja ára skeiði, en það fyrsta utan Danmerkur. Eftir kaupin munu starfsmenn Capacent samstæðunnar verða um 500, þar af 320 í Danmörku, 120 á Íslandi, 50 í Svíþjóð og 10 í Finnlandi. Heilarveltan er áætluð rúmir sjö og hálfur milljarður króna. Eftir viðbótina verða 75 prósent rekstratekna Capacent í Danmörku og Svíþjóð, en forsvarsmenn félagsins segja að með þessari viðbót sé Capacent „tvímælalaust komið í röð stærri ráðgjafarfyrirtækja á Norðurlöndum.“ Skúli segir forsendur þessarar útrásar góða afkomu Capacent í Danmörku og trausta eiginfjárstöðu, en fyrr í ár keyptu Jón Diðrik Jónsson og Róbert Wessmann hluti í Capacent. Í fréttatilkynningu frá Capacenet segir að Capto hafi vaxið hægt en stöðugt og ávallt sýnt góða afkomu. Hjá Capto starfa nú 60 manns, en ráðgert er að fjölga þeim fyrir árslok.- msh
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira