Enski boltinn

Fljótasti maður heims heldur með Stoke

Fuller ætlar að bjóða vini sínum Bolt á leik með Stoke í vetur.
Fuller ætlar að bjóða vini sínum Bolt á leik með Stoke í vetur.

Hlaupagarpurinn Usain Bolt, sem hefur unnið til þriggja gullverðlauna og sett þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking, heldur með Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. ástæðan er sú að Ricardo Fuller, einn af hans bestu vinum, leikur með liðinu.

„Hann er góður vinur minn og ég hef þekkt hann frá því við vorum saman í gagnfræðiskóla á Jamíka. Við höfum farið mikið saman út á lífið,“ segir Fuller í samtali við enska blaðið Mirror.

Fuller segist ætla bjóða honum á leik í vetur en gerir sér þó grein fyrir því að dagskrá Bolts verði líklega ansi þétt á næstunni.

Og Fuller veit að fótbolti er ekki helsta áhugamál Bolts. „Ég veit ekki hvort hann getur eitthvað í fótbolta. En hann getur dansað á næstuklúbbunum, svo mikið er víst,“ segir Fuller. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×