Enski boltinn

Inter ekki á eftir Drogba

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba og Frank Lampard.
Didier Drogba og Frank Lampard. Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn Inter á Ítalíu segja ekkert hæft í þeim fregnum að félagið ætli sér að kaupa Didier Drogba frá Chelsea.

Drogba hefur lítið getað spilað með Chelsea á leiktíðinni bæði vegna meiðsla og leikbanna. Nicolas Anelka hefur nýtt tækifærið sitt vel í fjarveru Drogba sem hefur ýtt undir þær sögusagnir að Drogba sé á leið frá félaginu.

Greint var frá því að Drogba hafi snætt kvöldverð með Marco Branco, yfirmanni íþróttamála hjá Inter, á veitingahúsi í London í síðasta mánuði.

Branco sagði hins vegar í samtali við heimasíðu Inter að félagið ætli sér ekki að eltast við Drogba.

„Inter er þegar með marga framherja í sínum röðum sem sinna því verki mjög vel. Drogba hefur verið hjá Chelsea í mörg ár og gengur vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×