Menning

Biskup semur ljóð

Pétur Sigurgeirsson biskup segir að þó hann geti lítið orðið gert geti hann hugsað.
Pétur Sigurgeirsson biskup segir að þó hann geti lítið orðið gert geti hann hugsað.

„Þó ég geti lítið sem ekkert gert - þá get ég hugsað,“ segir Pétur Sigurgeirsson biskup.

Pétur, sem fæddur er árið 1919, var svo vinsamlegur að lána Fréttablaðinu nýlegt ljóð eftir sig til birtingar. „Þetta er lítið ljóð um stórmenningarmál eða réttara sagt heilaga trú.“

Pétur segist aðspurður hafa fengist talsvert við ljóðagerð þó ljóst megi vera að biskupi er ekki tamt að hreykja sér. „Ég er nefnilega kominn með dálítið mikið safn. En veit ekki hvað verður úr því. Hvort það verður gefið út eftir minn dag?“

Pétur er ern vel þrátt fyrir háan aldur og nú ættu náttúrlega góðir menn að leggjast á árar og stuðla að útgáfu á kveðskap biskups. En hér fer sem sagt nýtt ljóð þar sem Pétur yrkir um Hallgrímskirkju og almættið.

- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.