Enski boltinn

Roy Keane tippar á Chelsea

NordcPhotos/GettyImages

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, telur að Chelsea muni hampa Englandsmeistaratitlinum næsta sumar.

"Ég hef trú á því að Chelsea verði meistari á þessari leiktíð. Ég hallaðist alltaf að Manchester United á síðustu leiktíð, en ég held að Chelsea taki þetta núna," sagði Keane.

Tvö atriði hafa leitt til þessa spádóms frá Íranum - framherjaleysi Manchester United og nýr knattspyrnustjóri Chelsea, Luiz Felipe Scolari.

"Það er engin Afríkukeppni að þvælast fyrir Chelsea í janúar á næsta ári líkt og var í ár og þá er liðið búið að styrkja sig með leikmannakaupum. Ég á ekki von á því að liðið verði upp og niður líkt og í fyrra, en Chelsea var nú samt næstum búið að vinna titilinn þrátt fyrir það," sagði Keane.

"Ef Manchester United nær í sterkan framherja, á liðið möguleika, en ég hallast sasmt að því að það verði Chelsea sem vinnur deildina," sagði Írinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×