Össur býður Kristni í Samfylkinguna 17. september 2008 22:45 MYND/AP Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins. Fram kom á Vísi í dag að Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, vildi ekki að Kristinn gegndi áfram starfi þingflokksformanns vegna þess hvernig hann hefði farið fram í störfum sínum. Sagðist Jón hafa viðrað þá skoðun við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins. Össur ritar um þessar deilur á heimasíðu sína á Eyjunni og segir Kristin hafa unnið sér það til óhelgis að vera andsnúinn öfgakenndri stefnu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í innflytjendamálum. Vísar Össur þar til deilna Kristins og Magnúsar um komu palenstínskra flóttamanna til Akraness. ,,Í því máli sýndi Sleggjan siðferðisþrek, sem ber að virða. Hann heldur því enda fram að sín stefna sé í fullu samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins, sem Kristinn telur ekki ala á útlendingaandúð. Um það mætti raunar setja á aðrar tölur síðar," segir Össsur. Þá segir iðnaðarráðherra að Kristinn hafi einnig unnið sér það til óhelgis að að hafa stutt Guðjón Arnar Kristjánsson sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson grafi nú undan. ,,Þetta er í senn atlaga að Guðjóni Arnari, og tilraun til að gera Frjálslynda flokkinn að einsmálsflokki þar sem andóf gegn innflytjendum verður sett á oddinn að norskri fyrirmynd," segir Össur enn fremur. ,,Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar, og sækja um inngöngu í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns. Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir landsbyggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðaráðherranum. Ég býð hann að minnsta kosti velkominn fyrir mína parta," segir Össur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins. Fram kom á Vísi í dag að Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, vildi ekki að Kristinn gegndi áfram starfi þingflokksformanns vegna þess hvernig hann hefði farið fram í störfum sínum. Sagðist Jón hafa viðrað þá skoðun við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins. Össur ritar um þessar deilur á heimasíðu sína á Eyjunni og segir Kristin hafa unnið sér það til óhelgis að vera andsnúinn öfgakenndri stefnu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í innflytjendamálum. Vísar Össur þar til deilna Kristins og Magnúsar um komu palenstínskra flóttamanna til Akraness. ,,Í því máli sýndi Sleggjan siðferðisþrek, sem ber að virða. Hann heldur því enda fram að sín stefna sé í fullu samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins, sem Kristinn telur ekki ala á útlendingaandúð. Um það mætti raunar setja á aðrar tölur síðar," segir Össsur. Þá segir iðnaðarráðherra að Kristinn hafi einnig unnið sér það til óhelgis að að hafa stutt Guðjón Arnar Kristjánsson sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson grafi nú undan. ,,Þetta er í senn atlaga að Guðjóni Arnari, og tilraun til að gera Frjálslynda flokkinn að einsmálsflokki þar sem andóf gegn innflytjendum verður sett á oddinn að norskri fyrirmynd," segir Össur enn fremur. ,,Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar, og sækja um inngöngu í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns. Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir landsbyggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðaráðherranum. Ég býð hann að minnsta kosti velkominn fyrir mína parta," segir Össur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira