Menning

Jólatrommur inni í verslun

Karl Ágúst ásamt Arthur Hull og Steingrími Guðmundssyni. Karl stjórnar jólatrommuhring á laugardaginn og hvetur alla til að mæta.
fréttablaðið/stefán
Karl Ágúst ásamt Arthur Hull og Steingrími Guðmundssyni. Karl stjórnar jólatrommuhring á laugardaginn og hvetur alla til að mæta. fréttablaðið/stefán

Opinn trommuhringur verður haldinn í verslun Hljóðfærahússins að Síðumúla á laugardag klukkan 14. „Núna þegar skammdegið er að taka öll völd og jólastreitan er í þann veginn að ná tökum á okkur er tilvalið að setjast saman og tromma frá okkur áhyggjur og angur,“ segir í tilkynningu. „Þess vegna eru allir áhugamenn um hóptrommuleik og aðra taktmennsku hvattir til að mæta á laugardaginn og gefa sig taktinum á vald.“

Karl Ágúst Úlfsson stjórnar hringnum og er hann öllum opinn. Nóg af hljóðfærum verður á staðnum en þeir sem vilja geta komið með sínar eigin trommur eða ásláttarhljóðfæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.