Enski boltinn

Arsenal græðir vel á Bentley

NordcPhotos/GettyImages

Stuðningsmenn Tottenham munu væntanlega fagna kaupum félagsins á David Bentley með nokkrum semingi, því erkifjendurnir í Arsenal munu fá væna summu af kaupverðinu beint í vasann frá Blackburn.

Ástæðan er sú að þegar Blackburn keypti enska landsliðsmanninn af Arsenal fyrir tveimur og hálfu ári á aðeins tvær milljónir punda, var klásúla í kaupunum sem hljóðaði upp á að Arsenal fengi allt að helminginn af kaupverðinu ef hann yrði seldur aftur.

Ekki er ljóst hve há upphæðin er sem rennur í vasa Arsenal, en hún er sögð að minnsta kosti 4,5 milljónir punda. Breska blaðið Sun segir hana raunar verða allt að 7 milljónir punda af þeim 15-17 milljónum sem Tottenham mun greiða fyrir hann þegar upp verður staðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×