Menning

Leiðsögn listamanns

Gjörningaklúbburinn Sýnir verk sín á ID-LAB í Hafnarhúsinu.
Gjörningaklúbburinn Sýnir verk sín á ID-LAB í Hafnarhúsinu.

Eirún Sigurðardóttir, myndlistamaður og félagi í Gjörningaklúbbnum, gengur með gestum um sýninguna ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun kl. 15 og fjallar um verk Gjörningaklúbbsins á sýningunni.

ID-LAB er sýning á verkum listamanna sem nota kraftmikil auðkenni tísku og hönnunar til að skoða tíðaranda samtímans. Listamennirnir eru allir þekktir fyrir vinnu sína sem myndlistamenn en hafa einnig flestir unnið að verkefnum á sviði hönnunar og þannig haft áhrif á tísku og tíðaranda. Verk Gjörningaklúbbsins á ID-LAB ber yfirskriftina Tíðarandinn og er eftirmynd af umhverfi ljósmyndastúdíós. Þar ríkir skrautlega klædd vera sem er persónugerður tíðarandi. - vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×