10 bestu refirnir í ensku úrvalsdeildinni 28. júlí 2008 13:23 Dean Windass tryggði Hull sæti í úrvalsdeildinni tæplega fertugur NordcPhotos/GettyImages Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. Windass er 39 ára gamall og á góða möguleika á að komast inn á lista þessara öldnu höfðingja sem prýða lista Sun. 10. Lee Dixon Þessi Arsenal-goðsögn lagði skóna á hilluna árið 2002 og var þá 38 ára gamall. Dixon spilaði stöðu hægri bakvarðar og var lykilmaður í ógnarsterkri vörn hins sigursæla liðs Arsenal á tíunda áratugnum. Hann var 14 ár hjá Arsenal og hætti á sama tíma og fyrirliðinn Tony Adams. 9. Gary Speed Þessi síungi Walesverji ætti að vera fyrirmynd allra ungra knattspyrnumanna hvað það varðar að halda sér í góðu formi. Speed á að baki 20 ár í efstu deild og stuðningsmenn Bolton sáu mikið eftir honum á síðustu leiktíð þegar hann skipti yfir til Sheffield United. 8. Mark Hughes Hughes er nú stjóri Manchester City, en leikmenn hans ættu að hlusta vel þegar hann talar - því Hughes hefur komið víða við á löngum og glæsilegum ferli. Hughes var enn að spila í úrvalsdeildinni þegar hann tók við landsliði Wales árið 1999. Hann lagði skóna á hilluna 38 ára gamall hjá Blackburn, en tók síðar við stjórastöðunni hjá félaginu. 7. Denis Irwin Írski bakvörðurinn var einn stöðugasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á 12 sigursælum árum með Manchester United. Hann hafði þó ekki spilað sinn síðasta leik á Old Trafford eftir að hann fór frá United, því hann sneri aftur þangað árið 2003 sem leikmaður Wolves eftir að hann hafði komið liðinu að komast upp í úrvalsdeildina. Hann var þá 38 ára gamall. 6. Stuart Pearce Ferill Pearce var dramatískur í meira lagi og innihélt stóra sigra og mikil áföll (eins og misnotaðar vítaspyrnur). Lokaleikur Pearce í úrvalsdeildinni var með West Ham leiktíðina 2000-2001 þegar hann var 39 ára gamall, en "Psycho" spilaði reyndar tvö ár til viðbótar með Manchester City. Teddy Sheringham hélt áfram að skora yfir fertugtNordicPhotos/GettyImages 5. Nigel Winterburn Winterburn spilaði á vinstri kantinum hjá Arsenal á móti Lee Dixon og þeir félagar urðu bara betri með aldrinum. Winterburn lék lengst af með Arsenal en lengdi feril sinn um þrjú ár með West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall. 4. Ray Wilkins Wilkins lék á miðjunni með enska landsliðinu á sínum tíma, en spilaði reyndar síðasta leik sinn í úrvalsdeild með QPR árið 1994. Hann fór síðar frá félaginu en sneri fljótt aftur í nærri tvo ár - þá sem spilandi þjálfari. Hann var 39 ára gamall þegar hann hætti. 3. Bryan Robson Kapteinninn lék sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni sem spilandi þjálfari Middlesbrough og vantaði þá aðeins 10 daga í fertugsafmælið. Robson átti frábæran feril með Manchester United þar sem hann var fyrirliði liðsins. 2. Gordon Strachan Þessi rauðhærði og snaggaralegi leikmaður varð fyrsti leikmaðurinn til að spila í úrvalsdeildinni fertugur að aldri. Hann var þá spilandi þjálfari Coventry, en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liðinu. Fáir áttu von á að met hans yrði slegið í bráð, en annað kom á daginn. 1. Teddy Sheringham Á toppnum situr maður sem virðist hafa ögrað tímanum. Hvort það er konan hans sem hefur haldið framherjanum svona ungum skal ósagt látið, en Sheringham spilaði sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni fyrir West Ham þann 30. desember árið 2006. Hann vantaði þá aðeins 95 daga í 41. afmælisdag sinn og ljóst er að Dean Windass og aðrir aldnir kappar munu þurfa að hafa sig alla við til að slá met kappans. Enski boltinn Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Sjá meira
Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. Windass er 39 ára gamall og á góða möguleika á að komast inn á lista þessara öldnu höfðingja sem prýða lista Sun. 10. Lee Dixon Þessi Arsenal-goðsögn lagði skóna á hilluna árið 2002 og var þá 38 ára gamall. Dixon spilaði stöðu hægri bakvarðar og var lykilmaður í ógnarsterkri vörn hins sigursæla liðs Arsenal á tíunda áratugnum. Hann var 14 ár hjá Arsenal og hætti á sama tíma og fyrirliðinn Tony Adams. 9. Gary Speed Þessi síungi Walesverji ætti að vera fyrirmynd allra ungra knattspyrnumanna hvað það varðar að halda sér í góðu formi. Speed á að baki 20 ár í efstu deild og stuðningsmenn Bolton sáu mikið eftir honum á síðustu leiktíð þegar hann skipti yfir til Sheffield United. 8. Mark Hughes Hughes er nú stjóri Manchester City, en leikmenn hans ættu að hlusta vel þegar hann talar - því Hughes hefur komið víða við á löngum og glæsilegum ferli. Hughes var enn að spila í úrvalsdeildinni þegar hann tók við landsliði Wales árið 1999. Hann lagði skóna á hilluna 38 ára gamall hjá Blackburn, en tók síðar við stjórastöðunni hjá félaginu. 7. Denis Irwin Írski bakvörðurinn var einn stöðugasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á 12 sigursælum árum með Manchester United. Hann hafði þó ekki spilað sinn síðasta leik á Old Trafford eftir að hann fór frá United, því hann sneri aftur þangað árið 2003 sem leikmaður Wolves eftir að hann hafði komið liðinu að komast upp í úrvalsdeildina. Hann var þá 38 ára gamall. 6. Stuart Pearce Ferill Pearce var dramatískur í meira lagi og innihélt stóra sigra og mikil áföll (eins og misnotaðar vítaspyrnur). Lokaleikur Pearce í úrvalsdeildinni var með West Ham leiktíðina 2000-2001 þegar hann var 39 ára gamall, en "Psycho" spilaði reyndar tvö ár til viðbótar með Manchester City. Teddy Sheringham hélt áfram að skora yfir fertugtNordicPhotos/GettyImages 5. Nigel Winterburn Winterburn spilaði á vinstri kantinum hjá Arsenal á móti Lee Dixon og þeir félagar urðu bara betri með aldrinum. Winterburn lék lengst af með Arsenal en lengdi feril sinn um þrjú ár með West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall. 4. Ray Wilkins Wilkins lék á miðjunni með enska landsliðinu á sínum tíma, en spilaði reyndar síðasta leik sinn í úrvalsdeild með QPR árið 1994. Hann fór síðar frá félaginu en sneri fljótt aftur í nærri tvo ár - þá sem spilandi þjálfari. Hann var 39 ára gamall þegar hann hætti. 3. Bryan Robson Kapteinninn lék sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni sem spilandi þjálfari Middlesbrough og vantaði þá aðeins 10 daga í fertugsafmælið. Robson átti frábæran feril með Manchester United þar sem hann var fyrirliði liðsins. 2. Gordon Strachan Þessi rauðhærði og snaggaralegi leikmaður varð fyrsti leikmaðurinn til að spila í úrvalsdeildinni fertugur að aldri. Hann var þá spilandi þjálfari Coventry, en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liðinu. Fáir áttu von á að met hans yrði slegið í bráð, en annað kom á daginn. 1. Teddy Sheringham Á toppnum situr maður sem virðist hafa ögrað tímanum. Hvort það er konan hans sem hefur haldið framherjanum svona ungum skal ósagt látið, en Sheringham spilaði sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni fyrir West Ham þann 30. desember árið 2006. Hann vantaði þá aðeins 95 daga í 41. afmælisdag sinn og ljóst er að Dean Windass og aðrir aldnir kappar munu þurfa að hafa sig alla við til að slá met kappans.
Enski boltinn Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Man United sett sig í samband við Amorim Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Ten Hag rekinn frá Man. Utd Segir Man. United menn hafa verið beitta alvarlegu óréttlæti Sjá meira