Enski boltinn

Dýrt Ljungberg-ár fyrir West Ham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Auk þess að West Ham hafi dælt peningum í Ljungberg fékk hann aukalega borgað fyrir fyrirsætustörf.
Auk þess að West Ham hafi dælt peningum í Ljungberg fékk hann aukalega borgað fyrir fyrirsætustörf.

Freddie Ljungberg er farinn frá West Ham eftir aðeins eitt ár hjá félaginu. Við riftun samnings hans í dag fékk hann samkvæmt heimildum enskra miðla 6 milljónir punda.

Hann fékk 85 þúsund pund á viku í laun og var keyptur á þrjár milljónir punda frá Arsenal. Eyðsla í Ljungberg hefur kostað félagið 13 milljónir punda eða um 500 þúsund pund á leik.

Það er ansi góð upphæð fyrir leikmann sem eyddi mestum tíma á sjúkrabekknum. Í íslenskum krónum erum við að tala um útgjöld upp á 2 milljarða, 6 milljónir og 680 þúsund krónur á einu ári í einn leikmann.

Launakostnaður West Ham jókst um 13 milljónir punda eftir að Eggert Magnússon tók við stjórnarformennsku félagsins en hann lét af störfum í lok síðasta árs.

Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, sagði í samtali við Vísi í júní að það væri markmið félagsins að minnka hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum félagsins. Að leysa Ljungberg undan samningi hefur verið liður í því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×