Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn heill af meiðslum sínum en var engu að síður ekki valinn í leikmannahóp Barcelona sem mætir Malaga í spænsku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Eiður Smári meiddist í landsleik Íslands og Makedóníu í upphafi mánaðarins og hefur ekkert getað spilað með Börsungum síðan þá.
Hann hefur hins vegar getað æft með Barcelona síðustu í daga og hafa læknar liðsins nú sagt að hann sé orðinn heill heilsu á nýjan leik.
Pep Guardiola, stjóri Barcelona valdi hins vegar hvorki Eið Smára né Pedro í leikmannahóp Börsunga en sá síðarnefndi meiddist einnig í landsleik í upphafi mánaðarins.
Nokkrir leikmenn fengu að hvíla er Barcelona lék í bikarkeppninni í vikunni og hafa þeir verið valdir í hópinn á nýjan leik. Þeir eru Valdes, Henry, Marquez, Xavi, Iniesta og Messi.
Aðeins ein breyting er á leikmannahópi Barcelona frá síðasta deildarleik. Sylvinho kemur inn fyrir Abidal sem meiddist í vikunni.
Eiður Smári heill en ekki valinn í hópinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn



Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Íslenski boltinn



Fær enn morðhótanir daglega
Fótbolti

„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Íslenski boltinn