Fótbolti

Kalmar styrkti stöðu sína á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Valur í leik með Öster, sínu gamla félagi.
Helgi Valur í leik með Öster, sínu gamla félagi. Mynd/Guðmundur Svansson
Kalmar er nú með sjö stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-2 sigur á Helsingborg í kvöld.

Ólafur Ingi Skúlason lék ekki með Helsingborg í kvöld vegna meiðsla en hann verður frá næstu mánuðina vegna hnémeiðsla.

Helsingborg er í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig, tíu stigum á eftir Kalmar.

Elfsborg gerði markalaust jafntefli við Hammarby og lék Helgi Valur Daníelsson allan leikinn fyrir Elfsborg.

Hammarby er í fjórða sæti deildarinnar með ellefu stig og Elfsborg í því fimmta með tíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×