Viðskipti erlent

Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu á Wall Street

Mynd úr safni

Markaðir á Wall Street lækkuðu í dag þótt ekki hefðu verið mikil viðskipti. Ástæðan er helst rakin til enn meiri lækkunar á húsnæðismarkaði.

Hlutabréf í General Motors féllu annan daginn í röð, en fjárfestar virðast óttast að björgunarpakki stjórnvalda að upphæð 17,4 milljarðar bandaríkjadala nægi ekki til að bjarga bílaframleiðendunum frá gjaldþroti. Vísbendingar eru um að húsnæðismarkaðurinn í Bandaríkjunum sé enn að dragast saman og þá voru kynntar tölur í dag um að hagvöxtur hefði minnkað á þriðja fjórðungi ársins vegna mesta samdráttar í einkaneyslu í 28 ár.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,18% í dag, Standard & Poor´s lækkaði um 0,97% og Nasdaq lækkaði um 0,71%

.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×