Fótbolti

Gerrard: Chelsea líklegri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Chelsea sé líklegri aðilinn til að fara í úrslitaleikinn en liðin mætast í síðari viðureign undanúrslita Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Liðin skildu jöfn, 1-1, á Anfield í síðustu viku eftir að John Arne Riise skoraði sjálfsmark á lokamínútu leiksins.

„Ég er raunsær og segi að Chelsea sé líklegri aðilinn. Þeir eru með mjög gott lið og hafa verið sterkir á heimavelli í langan tíma. Við höfum hins vegar sýnt á undanförnum árum að við erum sterkir á útivelli í Evrópukeppnum."

Liverpool hefur þó ekki náð að skora í þeim átta leikjum sem liðið hefur leikið á Stamford Bridge undir stjórn Rafael Benitez. „Okkur finnst að við séum með jafngott lið og Chelsea, ef ekki betra," sagði Gerrard. „Við höfum alla vega verið betri en þeir þegar við höfum mætt þeim á þessu tímabili."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×